Processing Emotions and Memorising Coursework Through Memory Drawing (Icelandic Version)

Main Article Content

Unnur Óttarsdóttir

Abstract

Gerður var samanburður á því hversu vel 134 þátttakendur í megindlegri rannsókn mundu teiknuð og skrifuð orð. Níu vikum eftir að þátttakendurnir lögðu orðin á minnið mundu þeir að jafnaði fimmfalt fleiri teiknuð orð en skrifuð. Enginn munur var á því hversu mörg orð þátttakendurnir mundu þegar þau voru rifjuð upp strax eftir að þau voru teiknuð eða skrifuð. Einnig var framkvæmd eigindleg tilviksrannsókn sem sýndi hvernig minnisteikning getur auðveldað nám. Minnisteikningin og meðferðarferlið gaf vísbendingar um að viðkvæmar tilfinningar gætu komið upp á yfirborðið í teikniferlinu og að mögulegt væri að vinna úr þeim í gegnum slíka teikningu. Kenningar og aðferðir listmeðferðar reyndust mikilvægar við að skilja og útskýra hvernig minnisteikning hefur áhrif á úrvinnslu tilfinninga og hjálpar fólki að muna námsefni. Einnig reyndist mikilvægt að hafa umgjörð listmeðferðar til hliðsjónar þegar siðferðisleg mörk fyrir minnisteikningaraðferðina voru ígrunduð með það að markmiði að skapa öruggt rými fyrir nemendur og skjólstæðinga sem búa til minnisteikningar í meðferð eða námi.

 

Lykilhugtök

Minni, teikning, námslistmeðferð, áföll, bóknám.

Article Details

Section
Articles